Varúðarmerkingar vegna vegaframkvæmda

Í ljósi banaslysins á Reykjanesbraut verða umferðaryfirvöld að endurskoða verklagsreglur um frágang á varúðarmerkingum vegna vegaframkvæmda og fylgja þeim síðan eftir.  Ég hef margsinnis furðað mig á því hversu lélegar og ófullnægjandi þessar merkingar eru hér á landi.  Oft  er notast við gamlar olíutunnur, krossviðsspjöld eða aðrar óviðeigandi aðferðir til merkinga.   Ekki virðist vera hugsað nógu vel fyrir því að merkja  vegaframkvæmir skilmerkilega og með nægum fyrirvara fyrir ökumenn eins og gert er víða erlendis og því lenda ökumenn oft í því að framkvæmdir koma þeim beinlínis í opna skjöldu.  Sjálfur bjó ég í Bandaríkjunum um árbil og þar þurfti engin að velkjast í vafa um hvar vegaframkvæmir voru framundan.  Venjulegast birtust merkingar einhverjum km. áður en komið var á framkvæmdastaðinn og ekki var notast við gamlar tunnur heldur sérhannaðar merkingar með góðum lýsingum þar sem fyllsta öryggis var gætt.   Fram hefur komið í fréttum að merkingar vegna vegaframkvæmda á Íslandi séu með þeim frumstæðari í heiminum og get ég sannarlega tekið undir það.  Leggja þarf áherslu á að umferðaryfirvöld, vegagerðin og vegaverktakar taki saman höndum og komi þessum málum í viðunandi horf.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband